Ixilandia – Border Terrier
Ég heiti Jónína Sif Eyþórsdóttir, ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á hundum og hundarækt. Ég eignaðist fyrst hund þegar ég var 10 ára gömlu, það var terrier blendingur sem hét María. Áður hafði ég umgengist hunda systur minnar en hún hefur átt og ræktað hunda í nokkur ár. Sjá http://www.sleggjubeina.bloggar.is
Áhugi minn á hundaþjálfun og sýningum jókst svo með árunum og kom að því að ég vildi fá mér hund sem ég gæti líka sýnt. Eftir að hafa ætlað að fá mér Schafer og ekkert annað en Schafer endaði ég með yndislega Border Terrier tík sem fékk nafnið Rökkurdís. Við höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman. Hún er frábær karakter og algjör drauma hundur. Sumarið 2007 dvaldist ég í Svíþjóð og vann þar hjá Border terrier hundaræktanda og fékk þar kjörið tækifæri til að kynnst tegundinni betur og fékk svo í lok sumars að vita að ég ætti að fá að eiga Sub Terram Dream In Color ,,Wilma“ og ég verð Ulriku og Roger Berge ævinlega þakklát fyrir það. Sjá: Subterram.com Wilma kom svo til landsins haustið 2008 henni hefur gengið mjög vel á sýningum. Hún er heljarinnar karakter og afskaplega mannelsk.
Fyrsta gotið hjá Ixilandia ræktun var undan Rökkurdís og NordJ(g)CH SVCH Ajax z Tyeolské Obory en hann er innfluttur frá Svíþjóð en er upphaflega frá Tékklandi. Það fæddust 5 hvolpar, 3 rakkar og 2 tíkur í janúar 2009.
Í dag stunda ég meistaranám í Blaða og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Árið 2012 lauk ég námi í Sagnfræði og þjóðfræði við HÍ. Meðfram námi starfa ég sem æskulýðsfulltrúi hjá Hjallakirkju og er formaður ÆSKR.
Ræktunarnafnið Ixilandia er eitt af þeim nöfnum sem að kortagerðarmenn á miðöldum notuðu yfir Ísland og aðrar eyjur í norður Atlantshafi en þá var oft ekki mikilli landafræði þekkingu fyrir að fara heldur voru kortagerðirnar meiri listgrein en vísindi.